13. nóvember 2009

Jólalögin

Jæja, þá gerðist það.

Við Tinna Rut vorum í matvörubúð áðan. Föstudaginn 13. nóvember. Þá heyrðum við fyrsta jólalag þessara jóla. Við komumst nú í smájólaskap. En fullsnemmt, því hæpið er að jólaskap dugi í sex vikur.

Við förum því í aðra búð næst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í gær hlustaði ég aðeins á Jólalög með Kenny G :-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...