29. nóvember 2009

Símaatgangur

Eins og sum ykkar vita erum við með íslenskt símanúmer hérna úti í gegnum tölvutengingu. Því getum við hringt í heimasíma á Íslandi fyrir sáralítinn pening og hægt er að hringja í okkur frá Íslandi á innlendum taxta. Yfirleitt virkar síminn vel, þótt stundum hiksti aðeins í þessu.

En, núna er Rúnar Atli kominn með símaæði. Hann hefur símann við hlið sér hvar sem hann er í húsinu. Mamma gæti jú hringt. Svo er hann búinn að læra númerið í Æsufellinu utan að og hringir í hvert skipti sem honum dettur í hug að segja mömmu sinni eitthvað.

Á meðfylgjandi mynd er hann að syngja jólalag fyrir mömmu sína: „Pabbi segir, pabbi segir ...“

Eins og alltaf, þá er gaman að börnunum. Spurningin er bara hvernig þetta reynir á þolrifin í móðurinni.

1 ummæli:

Jóhannan sagði...

ohh svooo góður að hringja oft í mömmu sína.... þetta er nátturulega mjög spennandi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...