7. nóvember 2009

Laugardagsþankar

Laugardagur. Sólríkur eins og vant er í Windhoek. Heldur vindasamt þó í dag. En kemur ekki að sök þegar hægt er að setjast í skjól. Er núna úti á verönd og huga að kjöti á grillinu. Hamborgarar, kjúklingabringur og hin ómissandi búapylsa. Reyndar grænmeti með í bland líka.

Var að enda við að lesa laugardagsmoggann. Er alveg hálfsdagsverk, enda 144 síður að mig minnir. Las að sjálfsögðu atvinnublaðið, hef gert það í mörg ár. Er þó enn að venjast að lesa það á laugardegi. Tilheyrir frekar sunnudagsmorgunverkum. En lífið breytist jú víst öðru hverju.

Athygli mína vakti auglýsing frá sveitarfélagi í afkimum Noregs. Sögueyjan Leka, kallast það víst. Tek þó að nafnið Leka þýði eitthvað annað á norsku en íslensku. Tók sérstaklega eftir einu í auglýsingunni. Þar var verið að tíunda kosti þessa 580 manna sveitarfélags: sundlaug með vatni!

Hmm, ætli sé mikið af vatnslausum sundlaugum þar í landi? Kannski lekum?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...