30. október 2009

Strandarferð

Í gær skruppum við Gulla og Rúnar Atli í bæjarferð. Ég þurfti að mæta á tvo fundi, einn í Hvalaflóa í gær og í Swakopmynni í dag. Eftir hádegið kíktum við aðeins á ströndina. Rúnar Atli fór að leika sér á brimbretti, svona í þykistunni, með Atlantshafið í bakgrunni.

Á meðan naut Gulla sólarinnar, enda veitir ekki af að láta hana hlýja sér hér niður við hafið. Ekki nema rúmlega 15 gráðu hiti. Helmingslækkun frá í Windhoek :-(

Á morgun verður svo haldið heim á leið á ný.

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Gaman hjá ykkur, Rúnar Atli er alltaf flottastur.
Kveðja úr norðrinu

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...