23. október 2009

Tinna Rut kát!

Þá er hún yngri dóttir mín kát. Tók þessa mynd af henni áðan, og eins og sést skín gleðin úr hverjum andlitsdrætti:

Og af hverju þessi kátína?

Jú, hún var að klára síðustu prófin í skóla Páls heilaga. Alveg rétt, nú er hún barasta búin í menntaskóla. Og ekki nema 17 og hálfs árs gömul. Og þremur dögum betur. Rétt skal vera rétt.

Í dag voru tvö stærðfræðipróf og gekk henni vel að eigin sögn. Nú er hún stungin af með vinum sínum að fagna. Sem betur fer fór hún á bílnum hennar mömmu sinnar.

Ég efast ekki um að foreldrar sem lesa þetta skilja af hverju ég er ánægður að hún sé bílstjóri.

Núna er Tinna Rut komin í ríflega tveggja mánaða frí. Byrjar svo í háskólanámi 4. janúar í vesturheimi.

Úff, tíminn líður...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá henni, munur að vera búin með menntaskólann svo snemma.
kv.
Sigga og strákarnir í Eyjabakkanum.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...