28. nóvember 2009

Jólaspenningur

Eins og nefnt hefur verið áður á þessum síðum, þá styttist í jólin. Eftir því sem fólk er styttra í loftinu þá er spenningurinn meiri. Rúnar Atli er kominn á alvarlegt spennustig verður að segjast.

Um síðustu helgi voru tvö jólaboð sem hann fór í. Kom jólasveinninn í bæði boðin og ýtti það undir eftirvæntinginuna. Núna er legið yfir jólasveinamynddiski þar sem jólasveinarnir 13 syngja og dansa. Syngur Rúnar Atli alls kyns jólalög og kann þau bara þokkalega. Núna eru „Krakkar mínir komið þið sæl“ í tækinu.

Síðan fékk hann jólasveinahúfu frá mömmu sinni fyrir nokkrum dögum. Er sú húfa varla tekin ofan. Fer hann með hana í leikskólann frekar en derhúfu, sem er hinn vanalegi höfuðbúnaður. Fyrsta daginn sem hann var með hana þá hópuðust vinirnir í kringum hann og nefndu Rúnar Atla Nikulás, en Nikulás er notað yfir jólasveininn á þýsku. Sá stutti kippti sér ekki upp við það og mætir samviskusamlega með húfuna á hverjum degi.

„Hann sáði, hann sáði...“ er sungið í þessum skrifuðum orðum og fótum stappað, lendum ruggað og snúið sér í hring :-)

Í bænum í morgun voru þónokkrar konur sem undu sér að drengnum og spurðu hvort hér væri „Father Christmas“ á ferð. Drengurinn hélt nú það og framkallaði bros spyrjendanna.

Hér er mynd af drengnum á kaffihúsinu í morgun:

En mikið er gaman að þessu og ekki laust við að ég sé að komast í jólaskapið, þrátt fyrir 34 gráðu hita.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...