Fyrir nokkrum dögum, á öðrum degi hvítasunnu til að vera nákvæmur, birtust gestir af Seltjarnarnesi og úr vesturbæ Reykjavíkur upp á Akranesi.
Ætti ég nokkuð að nefna að þennan sama dag tapaði KR fyrir Víkingi, 2-1? Nei, ætli ég láti það ekki eiga sig.
En ýmislegt var sér til gamans gert. Snæddar pitsur af Galito, en borgarbörnin hafa aldrei kynnst öðru eins gómsæti. Einnig var farið í svokallaðan skotleik, en leikur sá gengur út á að dúndra brennóbolta eins fast og mögulegt er í aðra leikmenn. Spilaðir voru nokkrir leikir og bar þannig við að Ívar og Elli tóku þátt í hluta af einum þessara leikja.
Takið eftir, hluta af einum leik. Ég ætla nú ekkert að fara út í það af hverju þeir spiluðu ekki meira. Læt lesendum eftir að ímynda sér hvaða ástæður lágu þar að baki.
Hvað um það, pistlahöfundur býr svo vel að eiga nokkura ára Sony myndavél og dró gripinn upp við þetta tækifæri.
Eins og sést, spilaði Elli leikinn af mikilli einbeitingu og innlifun. Sést hér þegar hann undirbýr eitt af sínum frægu þrumuskotum í átt að Ívari.
Ívar, hins vegar, hefur verið í mikilli þjálfun undanfarið. Hefur mikið stundað jóga og teygjuæfingar. Eins og sést á lipurleik þessa drengs, vel á fimmtugsaldri, hefur erfiði þetta skilað góðum árangri. Hann vatt sér því fimlega undan þessari illkvittnu árás Seltirningsins.
Skömmu síðar náði fyrrnefndur Ívar taki á brennóboltanum og nú átti sannarlega að sýna Ella hvar Davíð keypti ölið. Var allur drengsins kraftur lagður í þetta skot og gott betur. Enda sést að ungviðið, Rúnar Atli og Ari Sveinn, horfir á þessi undur og stórmerki í agndofan. „Skyldum við nokkurn tímann geta skotið jafnfast og þessi jötunn?“ Lá við að myndavélin næði ekki að festa boltann á stafræna tölvuskrá, en Sony klikkar þó ekki. Stríðsöskur það sem Ívar lét frá sér við þetta tækifæri greindist víða og kom fram á jarðskjálftamælum á Havaí eyjum bandaríkja Norður Ameríku. Nötruðu rúður í húsum á Akranesi.
Hins vegar var afl skotsins þvílíkt að ekki náðist á stafræna tölvuskrá hvar boltinn endaði eða hvernig Elli brást við þessari ógurlegu og heiftugu árásargirni sem þarna beindist gegn honum.
Þarf því að taka orð mín trúanleg fyrir því, að eins og KR-inga er siður, lagði drengurinn á flótta. Hér sést síðan þegar hún Ingunn er, u.þ.b. klukkustund síðar, að reyna að ná föður sínum úr fylgsni sínu.
Veit ég ekki hvernig mál þetta fór, því þegar ég yfirgaf Ísland tveimur dögum síðar hafði enn ekki tekist að ná Ella undan pallinum. Lifir hann víst á pitsu- og brauðstangarmolum sem féllu milli stafa á pallinum.
Vonandi verður hann kominn fram um jólin.
4. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Er kominN undan pallinum og vistinn var góð. Er sumarið virkilega búið? Hvernig gekk K.R. Í ÁR?
Kveðja Elli
Skrifa ummæli