18. júní 2007

Ísland hvað?

Oft er maður jú stoltur af Íslandinu sínu og þeim vörum sem útlendingar tengja við landið okkar fornfræga. T.d. var ég staddur í stærðar kvöldverði um daginn og hitti einn stórlax úr namibísku viðskiptalífi.

„Já,“ sagði hann, „ertu frá Íslandi. Eitt af fyrirtækjunum okkar hefur keypt mikið af tækjum í verksmiðjuna sína frá ykkur.“

„Marel?“ spurði ég.

„Akkúrat,“ var svarið.

Útrásin hefur gert það að verkum að margir kunna einhver skil á Íslandi og þekkja jafnvel íslensk fyrirtæki. Ekki bara Björk.

En fyrr í kvöld rak mig í rogastans. Ég var staddur í sjoppu einni hér í bæ, hornabúðinni eins og hún nefnist í daglegu tali okkar. Þar rakst ég á eftirfarandi vöru í hillunni:


Eins og sjá má, þótt frekar óskýrt sé, nefnist svitalyktareyðir þessi Iceland, eða Ísland. Það sem vakti þó sérstaka athygli mína var Playboy kanínan sem skreytti þessa svitalyktareyðisdós.

Ekki er Björgólfur búinn að kaupa Hugh Hefner út?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...