5. júní 2007

Vetur konungur mættur

Þá er komið að því. Vetrarveður í Windhoekborg og íbúar búa sig kvíðafullir undir kuldakast.

Í dag fór hitinn víst eingöngu í 16 gráður á Celsíus og á morgun er ólíklegt að hann fari yfir 13 gráðurnar. Yfir hánóttina er búist við að hitinn nálgist frostmarkið, en fari þó líklega ekki undir.

Við Rúnar Atli ákváðum því að kveikja upp í arninum í fyrsta sinn í þessu húsi. Eldspýtur fundust reyndar ekki, en dagblaði var bara stungið á hellu á gaseldavélinni og þar með var það mál leyst. Einu vonbrigðin voru að viðarkubbarnir voru af skornum skammti. Við verðum að birgja okkur upp á morgun.


Rúnar Atli er að átta sig á að það er ekki bara á Íslandi sem er kalt.

En svona kuldi er ekkert grín hér. Stór hluti fólks býr jú í hreysum og litlir möguleikar til upphitunar. Eins er töluvert af götubörnum sem eiga ekki í mörg hús að venda. En við vonum það besta fyrir þeirra hönd.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ánægður með uppeldisaðferðirnar þínar, þær líta betur út á mynd en hjá mömmunni.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...