8. júní 2007

Fleyg orð

„Maður verður þunglyndur bara við að horfa á bókina, skilurðu”

Þessi fleygu orð hrutu af vörum Dagmarar Ýrar þegar hún opnaði Sjálfstætt fólk eftir Laxness, en þá bók þarf að lesa fyrir sumarnámskeið sem hún er í.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil Dagmar vel að hafa sagt þetta, ég reyndi einu sinni að lesa þessa bók en gafst upp. Af hverju erum við að kenna börnunum stafsetningu í MÖRG ár og svo eiga þau að lesa bækur eftir hann? Las að vísu á netinu um daginn að einhverjir norsku snillingar settur upp lista yfir norskar bækur sem allir Norðmenn ættu að lesa og þá var Snorra-Edda ein af bókunum. Var Snorri norskur?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...