Var úti í bæ í dag.
Sat lokaður inn í herbergi, einn ásamt ungri ljóshærðri konu. Frá henni kom eftirfarandi beiðni, með seiðandi röddu:
„Viltu fara fyrir mig úr skónum...
...og hægri sokknum.“
Eitthvað afbrigðilegt í gangi þarna, eða hvað?
Nei, þetta var nú ósköp saklaust. Eins og hvert mannsbarn ætti að geta áttað sig á var þarna næringarfræðingur á ferð.
Það er víst þannig að þröngur hægri sokkur hefur áhrif á taugar sem senda hungurskilaboð beint til heilans...
Nei, þvílíkt bull.
Þarna þurfti að tengja mig við eitthvert tæki og voru skynjarar settir á hægri fót og hægra handarbak. Tækið las síðan alls kyns upplýsingar um mig, fitu- og vatnsmagn líkamans og eitthvað heilmikið fleira.
Útkoman var nú ekkert sérlega góð fyrir mig. U.þ.b. þriðjungur af mér er fita... geðslegt eitthvað. Til að viðhalda núverandi þyngd þarf ég víst að innbyrða rúmlega 2.100 kílókaloríur á dag. Ég hef greinilega gert það lengi, því þyngdin mín hefur lítið breyst undanfarna mánuði. Nú er planið víst að koma mér niður í u.þ.b. 1.700 kkal á dag. Í næstu viku fæ ég plan í hendurnar. Svo er bara að sjá hvernig gengur.
Ég verð nú að viðurkenna að þessi næringarfræðingur virðist ekki vera með neinar öfgar. Vonum það besta.
19. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli