23. júní 2007

San fólk

Fór í tveggja daga ferðalag í síðustu viku að heimsækja tvö þorp Sanfólks. Skemmst er frá að segja að lífsskilyrði þessa fólks eru alveg hræðileg. Eiga hreinlega ekki neitt og erfitt að sjá útleið. Engu að síður er bjart yfir fólkinu og það er brosmilt.

Tók svolítið af myndum og ákvað að setja nokkrar hér inn. Gaman var hversu mikla ánægju fólkið fékk frá því að sjá myndir af sjálfu sér í myndavélinni. Algengt var að það hrópaði upp yfir sig, og skipti ekki máli hvort um var að ræða börn eða fullorðna.






1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara kvitt og segja flottar myndir. Kveðja Hulda

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...