1. júní 2007

Íslenskukennsla

Í gær var ég að skipta á Rúnari Atla og eitthvað fannst honum aðfarirnar harkalegar og kvartaði. Ég baðst náttúrulega afsökunar og sagði: „sorrý.“

Hann horfði á mig og sagði síðan:

„Nei, pabbi segja fyrirgefðu.“

Úbbs.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...