4. júní 2007

Afmælispakkar

Þá er hún Dagmar Ýr orðin 19 ára gömul.

Þegar hún fæddist var ég 23 ára gamall og móðir hennar nýorðin 21 árs. Smávegis vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Blómarósin tók daginn rólega, svaf til hádegis og naut þess bara að vera til.

Afmælispakkar voru síðan opnaðir upp úr klukkan fimm um eftirmiðdaginn. Eins og sést var ákafur aðstoðarmaður henni til fulltingis. Sá hinn sami aðstoðaði einnig við að pakka inn, þ.a. hann kom að flestum hliðum málsins.


Síðan var haldið á Yang Tze, uppáhalds kínverska veitingastaðinn í borginni. Það var snætt af bestu list, súrsætt svínakjöt og kjúklingur, karrínautakjöt og núðlur og hrísgrjón.

Held ég að afmælisbarnið hafi bara verið sátt við daginn.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...