Mætti í fyrsta tímann í heilsuræktinni í dag. Nokkuð langt síðan síðast... En þetta var ágætt. Ég var leiddur í gegnum létt prógramm, svitnaði varla. Finn samt að einhverjir strengir eru að byrja að gera vart við sig.
Það var heilmikið af fólki í ræktinni, allt frá einhverjum súperíþróttamönnum í namibískum landsliðstreyjum upp í áttræðar konur. Allt þar á milli, og líka ég. Hver þjálfari leiðbeinir slatta af fólki í einu og róterar á milli þeirra. Kannski sex til tíu manns. Ekki alveg einkaþjálfun, en alveg fínt engu að síður. Næsti tími er svo á miðvikudag og svo koll af kolli.
18. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Það minnir mig á það, ég er alltaf að bíða eftir treyjunni góðu... :)
Skrifa ummæli