Fyrir nokkru fór hnykkjarinn minn, ósköp kurteislega, að forvitnast hvort ég stundaði nú einhverja hreyfingu, svona líkamsrækt skiljiði. Nei, ekki kannaðist ég nú við að gera mikið af því.
Þannig fór því að hann gaf mér resept á líkamsrækt... verst að ekki séu bara til einhverjar töflur.
Fyrr í vikunni mætti ég í þessa rækt og spjallaði þar við mann nokkurn og endaði það með því að í dag fór ég síðan í heilsutékk til að komast að hvort ég væri hæfur til að stunda líkamsræktina.
Mér var skellt á hjól, en ekki þó fyrr en búið var að líma á mig eina átta skynjara og tengja við eitthvað undratæki sem sá um að mæla allskyns upplýsingar um heilsufar mitt.
Þetta var nú ekki alveg án fórna, því þjálfarinn hóf allt í einu á loft rúningaklippur og rakaði skallabletti í minn fína bringuhárvöxt. Breytti engu þótt mér þætti þarna vegið að manndómi mínum. Skynjararnir mæla víst ekki vel í gegnum frumskógarvöxt.
Ég lét mig því hafa þetta, en er farið að klæja svolítið í þessa bletti núna. Svona ykkur að segja er þetta stórglæsilegt í speglinum, en ekki orð um það meir.
Síðan var blóðþrýstingurinn mældur, 138 yfir 90. Mér fannst þetta nokkuð hærra en vant er. Mig minnir að vera yfirleitt með 120, kannski 125, yfir 80. Kannski heilbrigðisfólkið sem les þessar dagbókarfærslur segi skoðun sína á þessum tölum. Auðvitað gæti verið að áfallið við blettabringuskallana hafi haft einhver áhrif á þrýsinginn. Hver veit?
Nóg um það.
Ég hjólaði í 20 mínútur á mismunandi hraða. Mælitækið vann yfirvinnu að mér sýndist og þjálfarinn tók nokkrum sinnum blóðþrýstinginn á meðan á þessu stóð. Hann var nú sáttur við útkomuna og sagði mér að það væri enn einhver hreysti sem byggi í mér. A.m.k. sýndi ég öll réttu viðbrögðin hvað varðar hjartslátt og þrýsting við auknu og minnkandi álagi.
Í næstu viku verður byrjað og eftir þrjá mánuði fer ég aftur í svona tékk.
Ég ræði seinna um næringarfræðinginn...
14. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
*Hóst* fínn þrýstingur hjá 4? gömlum manni *Hóst*
Myndir segja oft meira en þúsund orð
Skrifa ummæli