Þann 21. des. sl. útskrifaðist Dagmar Ýr nýstúdent. En fleiri í fjölskyldunni hafa stundað nám á síðustu mánuðum og í gærkvöldi fengum við Gulla viðurkenningu fyrir að hafa lokið námskeiðinu Táknmál 1 hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, SHH.
Í tilefni þessa áfanga var fámennt, en góðmennt, boð haldið í Æsufellinu. Þar var setið fram eftir kvöldi (les: nóttu) við hámenningarlegar umræður. Tókst okkur Gullu að nýta örlítið okkar táknmálskunnáttu, en ekki skal neita að hófleg neysla hvítvíns og rauðvíns liðkaði aðeins til.
Verður að viðurkennast að við eigum langt í land með að geta tjáð okkur almennilega á táknmáli, enda er táknmál ekkert öðrum vísi en önnur tungumál og því tekur langan tíma að læra það. En ótrúlega gaman er að fylgjast með umræðum á táknmáli og er ekki spurning að þetta mál ættu sem flestir að ná sér í grunnþekkingu á.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að læra táknmál, þá má finna stundaskrá táknmálskennslu SHH á netinu. Þarna sjást námskeið næstu annar.
28. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
1 ummæli:
Til hamingju með áfangann. Og gleðilegt nýtt ár. Kveðja Hulda Guðrún :)
Skrifa ummæli