Nú er að verða liðin vika á Íslandi.
Og alltaf jafnskemmtilegt.
Þó var svolítið vesen þegar myndlykillinn fraus allt í einu, kl. 20:16 á laugardagskvöldið. Netaðgangur gufaði upp í leiðinni og í þrjá daga var ekki hægt að komast á netið, né horfa á sjónvarp í gegnum myndlykilinn. Ekki var ég nú sáttur við þjónustuna hjá Símanum í það skiptið. Æsti mig meira að segja í símann, sem gerist víst ekki oft.
Nóg um þetta. Ýmislegt hefur verið brallað, flest í tengslum við nýju íbúðina. Hillur voru settar upp í búrinu, skipt um uppþvottavél, nýja þvottavélin tengd, rúmið hans Rúnars Atla sett saman og eitthvað fleira. Svo er búið að flækjast milli búða og Gulla og Tinna Rut búnar að skreppa upp á Skagann.
Næst á dagskránni er útskriftin hennar Dagmarar. Föstudagurinn er sá stóri. Í dag sóttum við stúdentahúfuna og á morgun þarf að klára allt sem gera þarf. Þýðir víst ekki að sofa frameftir á morgun...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli