Þá er fjölskyldan komin til Lundúna, búin að koma sér fyrir á hótelherbergi og allt í góðu.
Ferðin og flugið hingað gekk mjög vel. Ja, fyrir utan það að Rúnari Atla tókst á einhvern undarlegan hátt að losa sig úr sætisbeltinu og velta sér yfir arminn á sætinu og steypast niður á ganginn. Allt þetta steinsofandi. Ég hrökk upp við dynk, og bara enginn Rúnar Atli við hliðina á mér. Nokkrar ægilangar sekúndur fóru í að losa beltið mitt og síðan náði ég honum upp af gólfinu. Enginn skaði skeði og ekki man hann neitt eftir þessu núna.
Að öðru leyti gerðist lítið markvert á leiðinni.
Í Lundúnum var fimm stiga gaddur þegar við lentum. Frískandi svalt.
Byrjuðum á því að fara á kaffihús þegar töskurnar voru komnar. Biðum síðan í nokkra stund eftir skutlunni á hótelið. Tinnu Rut var orðið nokkuð kalt á tánum, en ekkert sem hlý sæng á hótelherberginu reddar ekki.
Svo erum við búin að skrá okkur inn á hótelið og snúum okkur við frá afgreiðsluborðinu. Standa þar tveir flugmenn sem heilsa Rúnari Atla á íslensku! Þetta voru sem sagt flugmenn frá Flugleiðum. Rúnar Atli varð steinhissa en eftirá þótti spennandi að hafa hitt flugmenn. Við Gulla fórum hins vegar að velta því fyrir okkur hvort við hefðum nú sagt eitthvað á íslensku í þeirra áheyrn sem sé ekki fyrir eyru allra...
Þegar birta fer af degi munum við fara að kíkja í kringum okkur og sjá hvað hægt er að gera hér í nágrenni hótelsins. Vonandi eitthvað skemmtilegt.
12. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Það er sko eins gott að passa hvað maður segir, það leynast Íslendingar út um allt:-) En gott að drengnum varð ekki meint af fallinu, ég segi nú bara fall er fararheill.
Ástar og saknaðar kveðjur til ykkar allra frá okkur í Norge
Skrifa ummæli