12. desember 2007

Fyrsti verslunartúrinn

Við Rúnar Atli gáfumst upp á svefnpurkunum tveimur, sem ferðast með okkur, og fórum í verslunarleiðangur. Mættum í County Mall á slaginu klukkan níu, en þá opnar allt. Þarna eru allar mögulegar og ómögulegar verslanir, sjálfsagt einhverjar í eigu útrásaríslendinga. Við röltum okkur þarna um í einn og hálfan tíma og keyptum skó handa pilti, því skóbúnaður hans er ekki alveg við hæfi á Fróni um miðjan vetur.

Eitt vakti eftirtekt okkar beggja. Ótrúlegur fjöldi fólks hér ekur um í rafknúnum hjólastólum. Ekki finnst mér það tiltökumál fyrir eldra fólk, en þó nokkuð er hér af fólki á miðjum aldri sem notar svona tæki. Undarlegt að sjá fólk lítið eldra en maður sjálfur á þessum apparötum.

Sinn er siður í landi hverju.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er líka alveg ótrúlega mikið um svona rafknúna hjólastóla, sumir þeirra eru meira að segja yfirbyggðir. Aron dauðöfundar fólkið sem keyrir um á svona græjum og draumirinn hans er að eignast svona einn daginn. Held samt að hann fatti ekki alveg af hverju sumir þurfa að notast við þessi hjálpartæki:-)
koss og knús frá okkur í Vennesla.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...