Dagurinn tekinn snemma á Þorláksmessu. Aðallega svona til að lesa blöðin og sötra tebollann í ró og næði. Við Rúnar Atli fórum síðan í smákökubakstur en Gulla skrapp í verslunarleiðangur. Okkur fannst nauðsynlegt að geta sagst hafa bakað fyrir jólin og því fundum við tvær uppskriftir í kökublaði Vikunnar.
Síðan eftir hádegið fórum við feðgar í göngutúr. Ákváðum að heimsækja Loga Snæ og aðra meðlimi hans fjölskyldu og röltum okkur því niður í hið neðra.
Neðra-Breiðholt þ.e.a.s.
Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Litlu frændurnir hurfu inn í herbergi og léku sér sem bestu vinir. Boðið var upp á graflax og Davíð dró upp eina af mörgum rauðvínsflöskum sem hann hefur sankað að sér. Veit víst ekki tölu á flöskunum skilst mér.
Síðan var farið í Just4Kids að leita að gjöfum handa syninum. Ekki var laust við að hægt væri að finna eins og eina eða tvær þarna inni... Eins gott að guttinn var skilinn eftir heima, segi nú ekki meira.
Um kvöldið fórum við feðgarnir í Smáralindina í smáútréttingar. Á leiðinni út í bíl fékk Rúnar Atli að setjast upp í „Lightning McQueen“ og pabbinn átti meira að segja hundraðkall í vasanum til að koma græjunni í gang. Mikil lukka þar.
Rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið uppgötvaðist að gleymst hafði að sjóða jóladagshangikjötið, en það gerum við ætíð á Þorláksmessu. Ekki mikið verið að stressa sig á hlutunum, eða hvað?
En kjötinu var bara skellt í pott og svo kom suðan upp og síðan fylltist íbúðin af hangikjötsilmi. Nokkuð skárri en skötulyktin í stigaganginum í Eyjabakkanum...
Að lokum var farið að pakka inn gjöfum, og nú er tími til að fara í háttinn.
Jólin koma „næsta dag“ eins og Rúnar Atli segir.
24. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli