Í gærmorgun var ástkæra Ísland kvatt og haldið suðureftir til Namibíu. Í Leifstöð lentum við í nokkrum vandræðum, ja, a.m.k. Tinna Rut. Þegar við förum í gegnum vopnaleit og gegnumlýsingu, beltislaus, vel að merkja, þá er hún stöðvuð.
„Er þetta taskan þín?“ spurði kurteis öryggisvörður.
Jú, hún Tinna hélt það nú.
„Má ég aðeins líta ofan í hana?“ spurði hinn sami öryggisvörður.
Tinna Rut hafði ekkert við það að athuga. Hvað skyldi hafa gerst hefði hún neitað þessari beiðni?
„Það lítur út fyrir að skæri séu í töskunni,“ hélt öryggisvörðurinn áfram.
Tinna sór það af sér, engin skæri í töskunni. Farið er að gramsa en engin skæri finnast. Taskan gegnumlýst aftur, og jú, eitthvað skæralegt er þar.
Því er leitað betur, og haldiði ekki að öryggisvörðurinn dragi allt í einu upp skólaskærin hennar Tinnu Rutar.
Henni krossbrá og skildi ekki neitt í neinu. Sagði okkur seinna að pennaveskið sem skærin fundust í hefði verið í handfarangri á leiðinni til Íslands og því komist í gegnum öryggiseftirlit bæði í Windhoek og í Lundúnum.
Öryggisverðinum leið greinilega ekki of vel yfir þessum fundi sínum, og bauð okkur að fara til baka og láta finna töskurnar okkar svo hægt væri að setja skærin þar ofan í. Leist okkur ekki vel á þá hugmynd og sögðum honum bara að gera skærin upptæk.
Forhert glæpakvendi hún dóttir mín yngri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
hahaha þetta er svakalegt enda er skvísan með einhver tengsl við rússnesku mafíuna var það ekki svoleiðis.....
Gott að það er ekki bara ég sem er stoppuð af flottu gæjunum sem vinna á flugstöðvum heimsins, go Tinna:-) við frænkurnar erum bara svo flooootar að við erum stoppaðar. Ég að vísu var ekki með skæri í veskinu mínu, en ég var með MASKARA!!! sem ég hafði gleymt að setja í glæran poka. Koss og knús frá Maju maskaragellu:-)
Skrifa ummæli