25. júní 2010

Flottar buxur

Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenningur fyrir svona heimsóknir.

En þessi færsla á ekki að fjalla um þá félaga. Skömmu fyrir fimm þá fórum við Gulla að sækja pilt. Eins og gengur fóru pabbarnir að spjalla saman úti í sínu horni og mömmurnar að spjalla í sínu. Í bílnum á leiðinni heim fór Gulla að spyrja hvað John (pabbi Liams) hefði verið að kommenta á buxurnar mínar.

„Ha, buxurnar mínar,” spurði ég og kom af fjöllum.

„Já, var hann ekki að segja eitthvað um þær;” spurði frúin.

„Nei, við vorum að ræða heimsmeistarakeppnina - hvað annað?”

„ Ó”

Og þar með var málið dautt.

Nema í kollinum á mér.

Hvernig datt Gullu eiginlega í hug að tveir karlmenn á fimmtugsaldri færu að tala um buxur hvors annars? Tala nú ekki um þegar heimsmeistarakeppnin er í fullum gangi. Ég fór síðan að reyna að ímynda mér hvernig svona samræður yrðu.

„Virkilega lekkerar buxur sem þú ert í, Villi.”

„Já, John, finnst þér þær ekki smartar? Keypti þær í Edgars. Og veistu, ég sá v-hálsmálspeysu sem færi þér ábyggilega mjög vel. Hún mun örugglega draga fram herðarnar á þér.”

„Er það virkilega? Ég er einmitt svo ósáttur við peysurnar mínar. Kannski við förum saman í bæinn um helgina og þú bendir mér á þessa peysu.”

„Ekki málið. Fáum okkur svo kaffé latté á eftir.”

Sénsinn!

Við karlmenn tölum einfaldlega ekki um buxur hvors annars. Og bara yfirleitt ekki um karlmannaklæðnað.

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Bara við tilhugsunina.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið voruð kanski að tala um hand og fótsnyrtinu og þessvegna hélt Gulla að þið voruð að tala um buxur :-)

Berglind sagði...

ha,ha góður :-) hvernig buxum varstu annars í ????

davíð sagði...

Já, þetta er svolítið krípí

Unknown sagði...

bwaaaaahaahaahaa

Nafnlaus sagði...

hahaha góður:))))))

Nafnlaus sagði...

Kvenfólk!

Tommi sagði...

Hahahahahahahaha SNILLD

Nafnlaus sagði...

ekkert smá fyndið :) bara húmor í þessu :)

Hulda Guðrún sagði...

Þetta var mér síðasta commentið

kveðja Hulda

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...