Gleðilega þjóðhátíð kæru lesendur.
Í tilefni dagsins dró ég fánann að húni í morgun. Kom aftur inn með krókloppna fingur og hálfheilafrystur.
Bara eins og Ísland um síðustu jól!
Greinilega er vetur skollinn á hér í sunnanverðri Afríku. Í sjónvarpinu eru áhorfendur á leiki heimsmeistarakeppninnar vafðir inn í teppi og þjálfurum virðist frekar kalt á hliðarlínunni.
Vindar alla leið frá suðurskautinu eru að valda usla hér hjá okkur. Í sunnanverðri Namibíu mældist 14 gráðu frost á nokkrum stöðum í fyrrinótt.
Mínus fjórtán!
Karasburg heitir lítill bær sunnarlega í landinu. Þar kom sex sentimetra djúpur snjór í fyrrinótt.
Hér í Windhoek er ekki alveg svona kalt. Þessa margumræddu fyrrinótt var þriggja stiga gaddur í höfuðborginni. Þá nótt var ég enn í Rúndú og þar var svolítið hlýrra.
Gærnóttin var köld og leist mér ekki meira en svo á fiskana hans Rúnars Atla þegar ég kom framúr í morgun. Þeir löfðu einhvern veginn í kringum hreinsidæluna í búrinu, en líklega kemur smáhiti frá henni. Fór ég í bæinn í hádeginu og keypti hitara í fiskabúrið.
Það er sem sagt svo kalt að fiskarnir þurfa ofn!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
1 ummæli:
úff ekki gott Villi "minn" en þið hjónin getið nú haldið hita á hvort öðru:))) kveðja úr sólinni í Vennesla
Skrifa ummæli