10. júní 2010

Fótboltafár

Þá eru u.þ.b. 20 tímar í fyrsta leik heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Hér í Windhoek, sem er um 2.000 km frá Jóhannesarborg þá eykst spennan stöðugt. Eftir því sem ég heyri þá ætla mörg fyrirtæki að loka eftir hádegi á morgun, svo fólk geti fylgst með S-Afríku keppa við Mexíkó. Ætli göturnar verði ekki eins og í Reykjavík á júróvisjónkvöldi. Hér heldur mikill meirihluti fólks með S-Afríku og margir bílar aka um skreyttir s-afríska fánanum. Á morgun ætla margir að mæta í fótboltatreyju í vinnuna. Ég á nú bara namibísku landsliðstreyjuna... veit ekki hvort hún dugir. En ætli verði ekki hálfgerður karnivalfílingur í miðbænum um helgina.

Svo er bara að vona að þetta gangi nú allt vel hjá grönnunum hér fyrir sunnan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú getur verið í sænsku nærunum :-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...