4. maí 2007

Staðalímyndir barna

Við Rúnar Atli fórum áðan á uppáhaldsmatsölustaðinn okkar. Bauð Tinnu Rut líka, en hún hafði ekki áhuga. Vildi vera í húsinu, því hún mun ekki sjá það í nærri mánuð...

Jeh, ræght... nennir bara ekki út með pabba sínum.

En við lifum það svo sem alveg af.

Við feðgarnir fórum sem sagt út að borða. Þegar við erum búnir að panta matinn er okkur sagt að allt strákadótið sé búið. Bara til stelpudót, því miður.

Nú, spyr ég, hvernig dót er það nú?

Jú, þú veist, svona eldhúsdót og svoleiðis.

Nú, sagði ég, en eigum við ekki að kíkja á það, við strákarnir þurfum nú að geta eldað eitthvað.

Afgreiðslustúlkan horfði undrandi á mig, og hugsaði sjálfsagt hversu undarlegir þessir útlendingar væru.

En Rúnar Atli fékk þó að velja sér stelpudót. Hann valdi sér stofuhúsgagnasett og var alveg bjargnuminn yfir því. Setti sjónvarpið ofan á sjónvarpsskápinn og fór svo að horfa á sjónvarp. Meiriháttar gaman.

En ég fór að velta þessu fyrir mér. Af hverju skyldi húsgagnasett vera stelpudót? Ókei, þetta var bleikt og fjólublátt á litinn, en hefði alveg getað verið svart og blátt.

Hvers vegna skyldu leikfangaframleiðendur aðeins vilja selja helmingi barna framleiðsluna sína?

Undarleg markaðsfræði það.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...