Rúnar Atli hlakkar fjarska mikið til að fara til Íslands. Hann er svo óþolinmóður að ég hef varla upplifað annað eins. Hann er kominn með lítinn bakpoka sem hann ætlar með í flugvélina og spígsporar með hann um allt.
Svo þegar við ætlum eitthvað í bílnum þá spyr hann iðulega hvort við séum ekki að fara til Íslands.
Fjórir dagar.
Svo spurði ég hann í dag hvað hann ætli eiginlega að gera á Íslandi.
Hann var ekki lengi að svara: Kókómjólk!
Hmm, hvað annað ætlarðu að gera?
Hann hugsaði sig aðeins um:
Aðra kókómjólk!!
1. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
1 ummæli:
Æi hvað ég skil hann vel, mig langar nefnilega líka svo mikið í kókómjólk og kringlu:-) Koss og knús frá okkur í Norge
Skrifa ummæli