23. apríl 2007

Sannleikurinn sagna bestur?

Rúnar Atli var á leið upp í rúm áðan. Lítið nýtt kannski þar, hann gerir þetta jú á hverju kvöldi.

En í kvöld var eitthvað svo mikill sperringur í honum. Hann spígsporaði um öll gólf, fettur í baki og með mallann litla út í loftið.

"Hva, voða ertu með stóran malla," verður mér að orði.

"Já, eins og pabbi!" svarar guttinn að bragði.

Æ, æ.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...