8. apríl 2007

Matreiðslan

Eitt er nú ágætt þegar fjölskyldan er sameinuð, ja, svona næstum því fullsameinuð, og það er að matreiðslan skiptist á milli manna.

Maður þarf því ekki á hverjum degi að velta því fyrir sér hvað eigi að vera í matinn og stússast í innkaupunum, því hinir taka þátt.

Gott mál.

Hér stendur hún Tinna Rut í ströngu við matreiðsluna. Greinilega undir strangri handleiðslu móður sinnar. Og þó, móðirin virðist vera að segja einhverja gamansögu. A.m.k. er eitthvað skemmtilegt í gangi.



Síðan þarf að smakka dásemdirnar. Ég get sagt ykkur að maturinn tókst alveg glimrandi vel í þetta sinn.



Svo skellti Rúnar Atli sér einnig í gamanið. Það þurfti í þetta sinn að útbúa kartöflumús og drengurinn tók það að sér.

Mér sýnist hann bera sig fagmannlega að við þetta, ekki satt?



Síðan þurfti jú að taka þetta út hjá drengnum.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...