lifa þar fáir og hugsa smátt.
Ef ég man rétt þá orti meistari Þórbergur eitthvað í þessa áttina.
Af hverju dettur mér þetta í hug núna?
Jú, ég fékk tölvupóst frá nesinu í dag. Vinir okkar sem eru að hugsa um að koma í heimsókn á næsta ári. Ekki slæmt.
En, ég var beðinn um að setja mynd af húsinu sem við búum í á netið. Ætli það skipti einhverju máli hvernig við búum? Húsin eru jú ósköp fín á nesinu.
Kannski eru hlutirnir öðrum vísi í Afríkunni, hver veit?
Jæja, en ég ákvað að verða við beiðninni. Hér kemur því mynd af húsinu og fína borðinu sem við borðum við þegar veðrið er gott.
Verið velkomin!

1 ummæli:
Villi þetta er mjög góð mynd af húsinu, en því miður sést ekki klósettið, það er á bak við húsið.
Kveðja,
Gulla
Skrifa ummæli