Seltjarnarnesið er lítið og lágt,
lifa þar fáir og hugsa smátt.
Ef ég man rétt þá orti meistari Þórbergur eitthvað í þessa áttina.
Af hverju dettur mér þetta í hug núna?
Jú, ég fékk tölvupóst frá nesinu í dag. Vinir okkar sem eru að hugsa um að koma í heimsókn á næsta ári. Ekki slæmt.
En, ég var beðinn um að setja mynd af húsinu sem við búum í á netið. Ætli það skipti einhverju máli hvernig við búum? Húsin eru jú ósköp fín á nesinu.
Kannski eru hlutirnir öðrum vísi í Afríkunni, hver veit?
Jæja, en ég ákvað að verða við beiðninni. Hér kemur því mynd af húsinu og fína borðinu sem við borðum við þegar veðrið er gott.
Verið velkomin!
13. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Villi þetta er mjög góð mynd af húsinu, en því miður sést ekki klósettið, það er á bak við húsið.
Kveðja,
Gulla
Skrifa ummæli