Nú fer að líða að því að glóaldin verði fullþroska á ökrunum okkar hér í Windhoek. Af þessu tilefni fórum við Rúnar Atli á stúfana til að kanna ástandið. Eins og sést á myndinni er eitt og eitt glóaldin orðið þroskað, og smakkaðist mjög vel, en aðeins þarf að gefa lengri tíma áður en hægt verður að hefjast handa við tínslu af alvöru.

Hjá okkur eru tvö glóaldintré og síðan er eitt mandarínutré. Einhverjir fleiri ávextir vaxa hjá okkur á akrinum, en ekki gafst tími að þessu sinni að fullvissa sig á því hvurslags ávexti þar um er að ræða.
Kominn var nefnilega síestutími hjá honum Rúnari Atla.
Svo þurfa bændur að hvílast sem aðrir.
1 ummæli:
já þá er það staðfest, næstum öll fjölskyldan er búin að fá mynd af sér í fréttinum. Mynd af Villa í fréttablaðinu í dag. Þá vantar bara mynd af Gullu :)
kveðja Hulda
Skrifa ummæli