20. apríl 2007

Afmæli!

Fimmtán ára!

Barasta fimmtán ár frá því hún Tinna Rut kom í heiminn. Ótrúlegt en satt.


Við Rúnar Atli vöktum hana klukkan sex í morgun til að fylgjast með henni opna gjafirnar. Okkur fannst það bara gaman. En eins og sést voru menn auðvitað mishressir.

Um leið og ég spurði Rúnar Atla hvort við ættum ekki að vekja Tinnu Rut til að opna pakkana, þá spratt hann á fætur. Ekki málið. Auðvitað átti að vekja Tinnu.



Hún fékk grænt flísteppi og mynddisk frá Rúnari Atla. Frá foreldrunum fékk hún græjur í herbergið sitt, en hún hefur látið lítið ferðatæki duga sér. Nú hins vegar drynja djúpir bassatónar úr herberginu hennar. Allt önnur gæði og hún var fjarska glöð með gjafirnar sínar.

Auðvitað þurfti að hjálpa við að opna gjafirnar eins og gengur. „Opna saman,“ var aðalfrasinn hans Rúnars Atla.

Síðan var farið í skólann. Þar var hálfgerður frídagur - íþróttadagur - og allir áttu að mæta í íþróttafötum í skólann. Skólataskan var ekki einu sinni tekin með í skólann. Auðvitað gaman á afmælisdeginum þegar svoleiðis er.


Síðan í kvöld fara 15 krakkar út að borða á tex-mex stað sem heitir Spur. Þar er nefnilega sungið fyrir afmælisbörnin. Tinna Rut þarf ekki einu sinni að borga. Munur að eiga góða vini.

Enda þetta með smáskilaboðum frá henni fimmtán ára dóttur minni:

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skilaðu afmæliskveðju til Tinnu. Kveðja Hulda G

Nafnlaus sagði...

Elsku tinnan mín, til hamingju með daginn. Gaman fyrir Rúnar að fá að opna annarra manna gjafir :-)

Kveðja,
mamma

Davíð Hansson Wíum sagði...

Til hamingju með daginn Tinna Rut! Kveðja úr snuddulausa Eyjabakkanum.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...