Eftir þrjár vikur í endalausri sælu - og þar með slapplegheitum í dagbókarfærslum - þá er frúin flogin aftur heim á Frón.
Við Rúnar Atli ókum henni út á flugvöll áðan og kysstumst og knúsuðumst við hliðið. Merkilegt hvað hægt er að venja þessi börn á. Rúnari Atla virðist alveg hið sjálfsagðasta mál að móðir sín sé á stanslausu flakki. Nú var kominn tími til að kveðja að sinni og þá var bara veifað bless.
Kannski er hann bara ekki kominn á þann aldur að spurja: Hey, bíðiði við, hvað er eiginlega í gangi?
Hvað um það, Gulla ætti að lenda um tíuleytið í fyrramálið í Keflavík.
Eins gott hún Dagmar Ýr muni eftir því að vakna snemma...
7. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli