Páskadagur runninn upp. Skýjað yfir Windhoekborg, sem er alveg ágætt því þá er frekar svalt og notalegt veðurlag.
Guttinn vaknaði um sjöleytið og þar með var friðurinn úti. Á þeim tíma var mamma hans sjálfsagt að bíða við hliðið á Gatwickflugvelli.
Við feðgarnir bökuðum vöfflur í tilefni dagsins. Borðuðum þær síðan með jarðaberja- og bláberjasultu. Tinna Rut var úti á lífinu fram til miðnættis svo hún sást ekki fyrr en um hádegisbilið. Hvað er nýtt?
Svo þurfti ég aðeins í bæinn og komst að því að fullt af verslunum eru opnar á páskadegi. Matvöruverslanir opnar til sex margar hverjar og slatti af sérverslunum opið líka.
Ekkert er enn ákveðið með kvöldmat. Ætli við förum ekki bara út að borða. Kannski á hlaðborð á Country Club eða eitthvað annað fínt.
8. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli