8. apríl 2007

Páskarnir komnir

Páskadagur runninn upp. Skýjað yfir Windhoekborg, sem er alveg ágætt því þá er frekar svalt og notalegt veðurlag.

Guttinn vaknaði um sjöleytið og þar með var friðurinn úti. Á þeim tíma var mamma hans sjálfsagt að bíða við hliðið á Gatwickflugvelli.

Við feðgarnir bökuðum vöfflur í tilefni dagsins. Borðuðum þær síðan með jarðaberja- og bláberjasultu. Tinna Rut var úti á lífinu fram til miðnættis svo hún sást ekki fyrr en um hádegisbilið. Hvað er nýtt?

Svo þurfti ég aðeins í bæinn og komst að því að fullt af verslunum eru opnar á páskadegi. Matvöruverslanir opnar til sex margar hverjar og slatti af sérverslunum opið líka.

Ekkert er enn ákveðið með kvöldmat. Ætli við förum ekki bara út að borða. Kannski á hlaðborð á Country Club eða eitthvað annað fínt.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...