Mig minnir að það hafi verið í fyrrakvöld að við vorum öll að tygja okkur í háttinn þegar óeinkennilegt hljóð heyrðist allt í einu einhvers staðar úr húsinu.
Við áttum í erfiðleikum með að átta okkur á þessu, en það hljómaði eins og eitthvað hefði dottið, eitthvað járnkyns líklega.
Nú við förum að leita að uppruna hljóðsins, en gengur illa að finna hann. En svo á ég leið inn á salernið og rek þá augun í að lítill spegill sem límdur var á vegginn með einhverju ofboðslega sterku speglalímbandi liggur á gólfinu.
Auðvitað á spegillinn ekki að vera þar, eins og gefur að skilja. Einhverra hluta vegna gaf fína límbandið sig og spegillinn niður.
Tvennt þótti mér merkilegt. Annars vegar brotnaði spegillinn ekki. Hann hefur þó fyrst lent á vaskbrúninni og síðan niður á gólf.
Sterkur spegill.
Hins vegar var spegillinn pikkfastur á gólfinu. Fína speglalímbandið ákvað greinilega að spegillinn væri á réttum stað. Var spegillinn því á gólfinu þar til næsta dag, en þá mætti ég aftur á staðinn með viðeigandi verkfæri til að ná honum upp.
Oft er talað um sjö ára ógæfu þegar spegill brotnar. Mér finnst þá hljóti að fylgja því sjö ára gæfa þegar spegill dettur á gólfið og helst óbrotinn.
Gott mál fyrir okkur.
20. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli