15. maí 2007

Á rangri hillu?

Það verður víst að viðurkennast að ég hef sjaldan þótt mikil listaspíra. Á erfitt með að teikna nokkurn skapaðan hlut, helst ég sé fær að draga Óla prik á blað.

En um síðustu helgi fór ég að velta því fyrir mér hvort hæfileikar mínir á listasviðinu væru meiri en ég hef haldið. Stórlega vanmetnir kannski.

Hér má nefnilega sjá listræna ljósmynd sem undirritaður tók í knattspyrnuleik sl. föstudag. Þá áttust við Grundfirðingar og Höfrungur frá Þingeyri í bikarkeppni KSÍ.

Nefnist myndin:

Bróðir minn, Davíð, í líkamsrækt.




Er að velta fyrir mér hvort tími sé kominn á nýjan starfsframa...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djö... tæki þessi sig vel út á veggnum í stofunni.

How much?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...