5. maí 2007

Seinkun :-(

Um hálfsexleytið nú í kvöld mættum við galvösk og spennt út á alþjóðaflugvöllinn hér í Namibíu til að leggja af stað áleiðis til Íslands.

Þar mættu okkur slæmar fréttir. Flugvélin sem átti að koma frá London í morgun, og við síðan fara með í kvöld, var ekki enn mætt og er ekki gert ráð fyrir henni fyrr en tvö eftir miðnætti!

Reisan okkar, sem átti að hefjast 19:40 að staðartíma, hefst ekki fyrr en hálffjögur eftir miðnætti í fyrsta lagi. Það þýðir lendingu í Lundúnum einhvern tímann upp úr hádeginu. En vélin okkar til Íslands fer hins vegar hálfátta um morguninn.

Slæm tíðindi.

Það verður að segjast að Air Namibia tók fagmannlega á málum. Búið er að bóka okkur í næsta flug með BA til Íslands, en það er hins vegar ekki fyrr en sólarhring seinna en upphaflega flugið okkar. Við mætum því 9:45 á mánudaginn til Íslands, ekki á sunnudag. Fulltrúi flugfélagsins mun hitta okkur í Lundúnum og koma okkur á hótel og sjá um að ferja okkur út á flugvöll á mánudagsmorgninum.

Reynt að gera það besta úr slæmum málum.

Við fórum því aftur heim og ætlum að reyna að ná nokkura klukkutíma svefni.

Tinna Rut er farin að sjá björtu hliðarnar á því að eyða stórum hluta úr degi í Lundúnum. Er komin með mikil plön þegar, en við verðum nú að sjá til hvar okkur verður holað niður. En líklega munum við þó leika túrista í hálfan dag eða svo.

McDonalds er ofarlega á blaði, er mér sagt, en svoleiðis staður er ekki til í Namibíu.

Vonandi verður gaman.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...