21. desember 2011

Skiptir stærðin máli?

Þá eru fyrstu eggin komin. Loksins eru hænurnar farnar að skilja til hvers er ætlast af þeim.

En spurningin er þó: skiptir stærðin máli?

Hér á myndinni eru fimm egg frá okkar hænum og eitt búðarkeypt egg.


Okkar egg eru nú ósköp lítil, ekki satt?

Við erum nú ekki miklir bændur og vitum lítið hvað við erum að gera í þessu blessaða dýrahaldi. Mér finnst ekki ólíklegt að eggin stækki eftir því sem hænurnar eldast.

Kemur í ljós.

2 ummæli:

davíð sagði...

Er þetta ekki meira spurning um bragð?

Þar hljóta heimaeggin að hafa vinninginn by-far.

Mamma þín sagði...

Þegar hænurnar eru litlar þá koma litil egg sem heita ungaegg. Síðan stækka eggin eftir þvi sem hænurnar verða eldri.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...