Nú reiknast mér til að við séum búin að eiga heima í Malaví í ríflega fjóra mánuði. Allan þann tíma höfum við staðið í stappi við að skrá bílinn okkar. Bílinn komum við með frá Namibíu og reiknuðum ekki með neinu veseni við þetta. En, þetta hefur reynst vera sagan endalausa. Alltaf eitthvað nýtt sem þarf að gera, alltaf nýtt eyðublað sem þarf, og ég veit ekki hvað og hvað. Líklega hefur pirrað mig mest hvað erfitt hefur reynst að fá upplýsingar um ferlið fyrirfram. Oft virðist viðhorfið hér vera á þann veg að ef ekki er spurt nákvæmlega um hlutinn þá þurfi ekki að segja frá honum. Reyndar lendir maður líka í þessu í Namibíu, en hér virðist þetta útbreiddari siður.
En í gær gerðist hið ótrúlega: Bíllinn komst á malavískar númeraplötur! Og kerran okkar líka.
Ekki er verra að hafa fengið flott númer.
Í dag verður svo gengið frá tryggingu og þá er allt í höfn.
Eftir rúmlega fjögurra mánaða stapp.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli