11. desember 2011

Kominn aftur til Lílongve

Kominn aftur heim til Lílongve. Skemmtilegri ferð til Namibíu lokið. Þangað er alltaf gaman að koma.

En, sem sagt kominn heim á nýjan leik. Það var gaman að hitta Gullu og Rúnar Atla á ný.

Nú vantar bara dæturnar. Og það styttist í þær. Akkúrat þegar ég skrifa þetta, þá situr Tinna Rut á flugvellinum í Vancouver. Búin með fyrsta áfangann á ferðalaginu sínu. Á morgun lendir hún í Keflavík. Gistir á Fróni í tvær nætur og síðan halda systurnar saman í Afríkuferð. Á fimmtudag lenda þær hér hjá okkur.

Þá verður gaman!

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...