3. desember 2011

Jólaboðskapur

Jæja, þá er ég búinn að horfa á Love actually. Einhvern veginn er orðinn fastur punktur hjá mér á aðventunni að horfa á þessa mynd. Er með hana á ipodinum mínum og horfði á hana í flugvélinni til Jóhannesarborgar.

Mjúkur karlmaður.

Margar af smásögunum í þessari mynd finnast mér skemmtilegar. Sumar þó síður, en engin skemmir myndina.

Boðskapur myndarinnar er fyrst og fremst að á jólunum eigi maður að segja sannleikann, láta allt flakka, þótt maður sé skíthræddur við það. Og að þeir sem heyra sannleikann eigi ekki að erfa það við mann.

Ég man nú ekki eftir þessum boðskap í kringum íslensk jól. Allir eiga að vera góðir og svoleiðis, en að menn eigi að segja sannleikann á þessum tíma frekar en öðrum... nei, ég man ekki til þess.

Kannski er þetta eitthvað sem við ættum að taka upp?

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...