Það hafðist að komast til Jóhannesarborgar. Ég fékk brottfararspjald á elleftu stundu í Blantyre, en vélin var full útúr dyrum. Við vorum nokkur sem lentum á biðlista, en allir komust með. Einni fjögurra manna fjölskyldu var sagt að þrjú sæti væru laus: „Hvert ykkar ætlar að verða eftir?“
Svo bætti starfsmaður flugfélagsins snöggt við: „Bara að grínast! Þið komist öll með.“
Hefðu ekki einhverjir sprungið? Nokkuð hugaður náungi að koma með svona brandara. Kannski er hann bara svona einfaldur að fatta ekki að mörgum þætti svona spaug ekki mjög spaugilegt.
En, ég komst sem sagt til Jóhannesarborgar. Það tók mig smástund að finna einhvern á flugvellinum sem þekkti mín mál, en það tókst á endanum. Núna sit ég á litlu gistiheimili ekki langt frá vellinum. Gistihús Petru heitir það. Lítið en huggulegt.
Þeir stórgræða á vandræðum Air Malaví, eigendur þessa gistihúss. Allt upp í þrjátíu gestir í einu hafa gist hér strandaglópar. Hér er mér sagt að Air Malaví komist ekki í gang með millilandaflug fyrr en í janúar.
Flugfélagið hlýtur að tapa formúu á þessu. Og svo er það algjörlega rúið trausti. Það er auðvitað það versta.
Hér verð ég til ellefu í fyrramálið. Þá held ég út á flugvöll og flýg til Windhoek.
Ég hlakka til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli