Að mínu mati er ég frekar umburðalyndur.
Eins og flestir hef ég þó mína fordóma. Reyni þó eftir fremsta megni að halda þeim fyrir sjálfan mig og umgangast alla eins. Annarra er að dæma hvernig það gengur.
Þó eru einir fordómar mínir sem mér reynist erfitt að hemja. Þetta eru fordómar gagnvart Bandaríkjamönnum á ferðalögum. Fæ ég iðulega ónotatilfinningu þegar ég heyri í Bandaríkjamönnum nálægt mér á flugvöllum.
Á ferðalögum lendi ég oft í því að spjalla við samferðafólk mitt um daginn og veginn. Held ég rómi mínum þá frekar lágum, þ.a. viðmælandinn heyri í mér og kannski heyra einhverjir sem nálægt standa samtalið, ef þeir hafa áhuga.
Bandaríkjamenn, almennt, haga sér öðrum vísi. Einhverra hluta vegna er þeim nauðsynlegt að allir innan 50 metra radíuss, að lágmarki, heyri allt sem þeir hafa að segja. Ég gæti því núna sagt ykkur allt sem skiptir máli um bandarískan trúboða og hans fjölskyldu, en þau hafa búið í Malaví í tvö ár. Bróðir konunnar rekur þjónustufyrirtæki í Bandaríkjunum og eiginmaðurinn vann fyrir hann á árum áður. Fyrirtæki bróðurins gengur ágætlega, þótt tæpt hafi staðið eftir fjármálakrísuna 2008. Ég get sagt ykkur ýmislegt sem þetta fólk upplifði á stúdentagörðunum í háskóla í Missouri fylki í Bandaríkjunum. Að þau hafa svolitlar áhyggjur af uppeldi barnanna sinna í Malaví, og nú eru þau að fara til Bandaríkjanna í frí í þrjár vikur. Faðir konunnar flýgur mikið með Delta flugfélaginu og þykir það besta flugfélag í heimi. Bróðir eiginmannsins þarf mikið að ferðast í vinnunni og hann er algjörlega sammála þessu um Delta flugfélagið.
Úff, og á milli mín og þessa fólks stóðu líklega um 10 manns.
Svo voru aðrir Bandaríkjamenn sem eru að flytja fyrir fullt og allt frá Malaví eftir fimm ára veru. Þeirra fjölskyldur í Bandaríkjunum ....
... æ-nei, ég hlífi ykkur við þeirra sögu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli