4. desember 2011

Jólalegt í Jóhannesarborg

Sit nú á flugvellinum í Jóhannesarborg.

Uppáhaldsflugvellinum mínum. Drekk kaffi mokka, maula smáköku og spjalla við eiginkonuna á feisbúkk.

Hér óma jólalög úr hátölurum flugstöðvarinnar.

Hér er ein mynd úr komusalnum. Risastórt jólatré þar.


Svei mér þá ef ég fer ekki að komast í jólaskap.

2 ummæli:

davíð sagði...

Bara smá sletta af snjó og þú ert endanlega dottinn í gírinn...

Erla sagði...

Við Lilja Dóra sátum einmitt á laugardagsnóttina á flugvellinum í Kampala að sötra kók, en hann er nú augljóslega ekki eins flottur og flugvöllurinn í Joburg. Skilaðu kveðju til fjölskyldunnar!

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...