7. nóvember 2011

Dómadagshávaði

Við vöknuðum í nótt, svona kl. hálfþrjú við þennan líka dómadagshávaða. Var eins og himinn og jörð væru að farast.

Það var farið að rigna.

Lætin voru þvílík, þegar rigningin buldi á bárujárninu, að manni datt helst í hug að þakið gæfi sig.

Síðan hefur rignt stanslaust, en dregið hefur úr látunum.

Ég er ekki frá því að grasið á blettinum fyrir framan húsið sé töluvert grænna og hærra en í gær.

Líklega markar þessi nótt upphaf regntímans hér í Malaví. Þá fara bændur að taka við sér því sá þarf fyrir uppskeru næsta árs.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...