Þegar fór að rökkva fórum við Rúnar Atli út til að koma hænsnunum inn. Fengum vörðinn með okkur í lið. Hundurinn og kötturinn fylgdust líka með atganginum. En, ekki tókst nú betur til en svo að þrjár af fimmtán afvegaleiddust og hittu ekki á réttar dyr.
Fylgdi þessu ævintýri greinilega mikið hugarangur, því tvær hænur tókust á háaloft við að reyna að sleppa frá okkur. Fór þetta þannig að króa þurfti hverja af fyrir sig og tvær þurfti að handsama. Sú þriðja sá sitt óvænna og fór fríviljug inn.
Rúnari Atla þótti þetta gaman. Ekki síst vegna þess að hann fékk að halda á tveimur.
Snúllu líst ekkert á þetta. Líklega abbó. |
Hér er drengur orðinn alvanur og ánægður með sjálfan sig. Snúlla niðurbeygð í baksýn. |
Svo lærir sem lifir.
2 ummæli:
Aumingja hundurinn, Villi þú ert að verða eins og bóndi með öll þessi dýr á heimilinu hahhahahaahaa
Alltaf jafn flottur hann frændi minn:) kossar og knús til ykkar allra frá okkur í Vennesla
Skrifa ummæli