Ýmislegt í Malaví er ekki eins og á Íslandi. T.d. er frágangur af ýmsu tagi frekar lakari hér en heima á Fróni. Yfirleitt skiptir þetta nú ekki máli, en þegar kemur að rafmagni þá er mér stundum um og ó.
Hér lafa rafmagnsleiðslur þvers og kruss um húsið okkar. Ljósastæði lafa á vírunum og aukainnstungur eru búnar til eftir behag. Ekki má gleyma öllum innileiðslunum sem eru utandyra.
Nei, stundum finnst mér furðulegt að húsið skuli ekki löngu vera búið að fuðra upp.
Svo eru stöðugar rafmagnstruflanir ekki til að róa mann. Því þegar rafmagnið kemur á eftir hlé, þá kemur oft „rafmagnshögg“ sem er mun öflugra en straumurinn er venjulega og á það til að skemma rafmagnstæki.
Svo virðist ekki vera til einn einasti útlærði rafvirki í landinu. Allir sem gefa sig út fyrir að laga rafmagnsvandamál virðast almuligmenn, sem gera við allt sem gera þarf við. Og árangurinn er misjafn.
Það nýjasta var vandamál með þvottavélina okkar. Slökknaði bara á henni, en með því að slá hressilega á klóna í innstungunni þá hrökk hún í gang á nýjan leik.
Í smástund.
Svo bara hætti þvottavélin að virka.
Ég tók mig til í morgun að skoða þetta. Fljótlega beindist athygli mín að klónni. Gekk mér illa að ná henni úr. Var eins og límd. Tókst þó að lokum með hjálp „leðurmannsins“ míns.
Ekki mætti mér fögur sjón.
Er nokkur furða að mig undri að kofinn sé ekki búinn að fuðra upp?
Keypti mér nýja kló. S-afríska, því bresku klærnar sem seldar eru hér eru handónýtar eftirlíkingar. Og nú er þvottavélin farin að þvo á nýjan leik.
Þá er bara spurningin hvernig maður tekur á vatnsleysinu...?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli