Í hádeginu sl. mánudag fór ég í heimsókn í bekkinn hans Rúnars Atla. Tilefnið var að bekkurinn hans var búinn með arkitektarþemað og var foreldrum kynnt nýtt þema, en það er um mat. Foreldrarnir áttu því að koma með einhvern rétt með sér. Krakkarnir eiga núna að grafast fyrir um hvaðan maturinn, sem er á þeirra borðum á hverjum degi, kemur. Mér finnst þessi kennsluaðferð skemmtileg. Það er alltaf eitthvað þema í gangi, þ.a. krakkarnir eru með eitthvað markmið að vinna að, og síðan er fléttað inn í þetta lestri, skrift og reikningi. Ég ímynda mér að skólinn verði skemmtilegri fyrir vikið. Þarna læra krakkarnir líka að vinna undir pressu, því þemað endar á ákveðnum degi og þá þarf allt að vera tilbúið. Núna eiga þau að skrifa litla bók um hvernig maturinn fer frá því að vera í sveitinni þangað til hann endar á disknum.
Í árganginum hans Rúnars Atla, sem kallast þriðja ár - samsvarar öðrum bekk heima - eru líklega nálægt 50 krakkar í þremur bekkjum. Allir voru saman að heilsa upp á foreldrana. Gaman er að sjá hversu blandaður hópurinn er. Þrír hópar eru mest áberandi, hvítir, svartir og indverskir, en svo er slæðingur af krökkum annars staðar frá. Þegar maður sér svona blandaðan hóp þá sér maður vel hvað krakkar eru allsstaðar eins. Allir spenntir að sýna foreldrunum hvað verið er að gera, allir fóru að kjafta hver við annan ef kennarinn gaf aðeins lausan tauminn o.s.frv. Að vera í svona hóp hlýtur að gefa krökkum allt aðra mynd af öðrum menningar- og trúarheimum en þegar maður er í einsleitum hóp, eins og t.d. þegar ég var í skóla.
Fínt mál.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli