30. september 2007

Símamál

Fjárfestum í smartsíma hjá Hive þegar Gulla var heima á Fróni. Þetta er græja sérstaklega hönnuð fyrir Íslendinga í útlöndum og tengjum við hana við ADSLið okkar. Með tækinu fáum við íslenskt símanúmer og þurfum bara að tengja símtæki við þetta. Kostar ekkert fyrir okkur að hringja í íslenska heimasíma og innanlandstaxti fyrir þá sem hringja í okkur.

Eftir nokkura daga vesen tókst loksins í gær að fá græjuna í samband. Hringdi fyrst í Dagmar Ýr og gekk símtalið bara ágætlega. Hringdi síðan í mömmu, en það gekk hins vegar illa. Held að hún hafi haldið að einhver væri að gera símaat í henni. Og síðan í dag gekk ekki vel að nota apparatið.

Hins vegar sé ég að einhverra hluta vegna er nettengingin sein í dag, en því miður virðast viðgerðarmenn hjá símafyrirtækinu lítið vera fyrir að vinna um helgar. Vonast ég því eftir að á morgun gangi þetta betur.

Símanúmerið okkar er 496-1991 og endilega prófið að slá á þráðinn. Munið þó að við erum tveimur tímum á undan, þ.a. símtöl mikið seinna á kvöldin en hálfníu að íslenskum tíma eru ekki endilega vel séð...

Við höldum áfram að prófa tæknina, þ.a. ekki verða foj ef þið fáið símtal sem byrjar með þögn... ekkert afbrigðilegt í gangi.

A.m.k. ekki ef við erum að hringja...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getum við Íslendingar, búsettir utan Íslands hringt í ykkur líka? Við erum nefnilega með svona símadæmi þar sem við borgum 200 norskar kr. á mánuði og getum hringt eins mikið og við viljum til annara norðurlanda. Það væri geggjað að geta hringt til Afríku og bara borgað kúk og kanil:-)

Koss og knús frá Maju sem vil gjarnan borga kúk og kanil:-)

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...